Þrátt fyrir það höfum við tækifæri til að snúa þessari þróun við því stjórnvöld heims eru nú að semja um alþjóðlegan úthafssamning á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um náttúruvernd á alþjóðahafsvæðum, þ.e. utan 200 mílna lögsögu ríkja. Til að hægja á hnignun vistkerfa, tryggja fæðuöryggi milljarða manna og vernda náttúrulega kolefnisbindingu í hafinu er mikilvægt að ríki heims taki upp öflugan samning árið 2020 sem hafi m.a. umboð til að tilgreina griðarsvæði í heimshöfunum. Öflugur úthafssamningur gæti skapað lagaramma til að veita ákveðnum alþjóðahafsvæðum fulla vernd og skapa þannig griðarsvæði sem fá frið fyrir skaðlegum athöfnum manna. Vísindarannsóknir hafa sýnt að a.m.k. 30% úthafsins þurfa slíka vernd til að tryggja að hægt sé að nýta hin 70% á sjálfbæran hátt. S.l. mars var önnur samningalota viðræðanna haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og sú þriðja verður í lok ágúst 2019 en vonast er til að samningaviðræðum ljúki í byrjun ársins 2020. Hundruðir þúsunda manns um allan heim eru að kalla eftir því að stjórnvöld geri öflugan úthafssamning til að vernda höfin – taktu þátt með því að skrifa undir áskorunina Nánari upplýsingar má nálgast hér: Verndum úthöfin: Hvers vegna við þurfum öflugan úthafssamning. Ítarlegri upplýsingar má nálgast hér.

Þessi síða notar vafrakökur. Nánari upplýsingar um persónuvernd hér.