Greenpeaceh hefur nú ýtt úr vör sínum stærsta leiðangri til þessa – u.þ.b. árs langri siglingu frá Norðurslóðum til Suðurskautsins – til að annars vegar vekja athygli á þeim hættum sem steðja að hafinu og hins vegar tala fyrir úthafssamningi Sameinuðu þjóðanna sem nær til allra hafsvæða utan 200 mílna lögsögu ríkja heimsins. Heimsótt verða mörg af þeim svæðum sem þarfnast sérstakrar verndar samkvæmt skýrslu sem kom út í Apríl 2019 og mælir fyrir samstilltri vernd tiltekinna lykilvistkerfa í heimshöfunum, nánar til tekið vernd 30% hafsins fyrir árið 2030: 30×30: A Blueprint for Ocean Protection. Í leiðangrinum munu vísindamenn og  talsmenn umhverfisverndar starfa saman að rannsóknum á þeim hættum sem steðja að hafinu, s.s. loftslagsbreytingum, ofveiði, plastmengun, námuvinnslu á hafsbotni og olíuvinnslu. “Bláa plánetan okkar er í hættu og það er undir okkur komið að vernda hana”, segir Frida Bengtsson, talsmaður herferðar Greenpeace sem ber nafnið Verndum hafið (Protect the Oceans). “Í þessum leiðangri munum við heimsækja framlínu baráttu okkar í þágu hafsins og við erum spennt að vinna með vísindamönnum og styðja við starf þeirra til að skilja betur breytingarnar sem eru að eiga sér stað í hafinu og hvað við getum gert.” “Samningaviðræður Sameinuðu þjóðanna vegna úthafssamnings eru nú þegar hafnar og það er lykilatriði að ríki heims nái góðu samkomulagi fyrir hafið. Við þurfum öflugan samning sem hefur burði til að tilgreina griðarsvæði sem fá frið frá skaðlegum athöfnum manna. Vísindaleg gögn tala skýru máli um að við þurfum að búa til net slíkra griðarsvæða sem myndu ná til a.m.k. þriðjungs heimshafanna fyrir árið 2030, til að vernda lífríki, takast á við loftslagsbreytingar og tryggja fæðuöryggi heimsins. Örlög okkar og hafsins eru samofin.” Leiðangurinn er farinn með skipi Greenpeace, Esperanza, og liggur leiðin m.a. sunnan jaðars hafíss á Norðurslóðum, þar sem verið er að rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á sjávarumhverfi Norðurslóða. Þar mun skipið koma við í Reykjavík í byrjun júní, áður en haldið verðum áfram í leiðangrinum. Á meðan skipið liggur við bryggju í Reykjavíkurhöfn mun Greenpeace standa fyrir nokkrum viðburðum; s.s. tónleikum með hljómsveitinni Mammút, Sjávarspjalli (Ocean Talks Reykjavík), þekkingarmiðlun í hagsmunagæslu og að auki verður almenningi boðið að koma um borð til að kynnast áhöfninni og sögum þeirra úr leiðangrinum um heimshöfin. Við viljum leggja áherslu á hina miklu þörf sem er fyrir heilbrigðu hafi fyrir komandi kynslóðir, fagna því að heimurinn sé loksins að koma saman til að vernda höfin og hvetja íslensk stjórnvöld til að stuðla að metnaðarfullum úthafssamningi sem býður upp á gerð skipulags nets griðarsvæða í úthöfum heimsins. Pólanna á milli: leiðarkort Sjáið hér kort af leið skipsins. Norðurslóðir: Skip Greenpeace, Esperanza, er þessa stundina á leið til Norðurslóða (m.a. Svalbarða) þar sem þverfaglegt teymi loftslagsvísindamanna og sjávarlíffræðinga mun rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á svæðið og lífríki þess, þ.m.t. hvali og ísbirni. Týnda borgin (Lost City): Þar mun áhöfnin kafa tæpan kílómeter niður að hinni svokölluðu týndu borg í mið Atlantshafi, sem er flókið sjávarbotnsvistkerfi í kringum hverastrýtur sem taldar eru geyma vísbendingar um uppruna lífs á jörðu. Leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu hafa nýlega verið veitt þar, sem gæti valdið óafturkræfum skaða á lífríki og jarðminjum. Sargasso haf (Sargasso Sea): Áhöfnin mun kanna áhrif plastmengunar í Sargasso hafi á vistkerfi og lífríki, þar sem fljótandi skógar þara mynda einstakt umhverfi sem er mikilvægt fyrir ungar sæskjaldbökur og einnig hrygningastaður ála. Amazon-rifin (Amazon Reef): Norðan Brasilíu og í Frönsku Gvæjönu mun leiðangurinn kanna einstakt og ósnortið vistkerfi sem var nýlega uppgötvað nálægt ósum Amazon árinnar. Hér mætir vatnsmesta á heims hafinu og flóknir skógar viðkvæmra kórala og svampa eru heimili litríkra fiska, hvala og sæskjaldbaka. Áform um olíuvinnslu á svæðinu skapa hættu en olíuslys myndi hafa geigvænleg áhrif á lífríki svæðisins. Sjávarfjallið Vema (Mount Vema): Annað skip Greenpeace ship, Arctic Sunrise, mun heimsækja sjávarfjallið Verma við vestuströnd Afríku, en það er magnað og fjölbreytilegt sjávarfjall sem nær næstum því upp að yfirborði sjávar (tindurinn er á 7 metra dýpi) en það hefur stórskaðast vegna iðnaðarveiða. Suðvestur Atlantshaf: Esperanza mun varpa ljósi á villta vestur iðnaðarveiða í suður Atlantshafi, þar sem verstu tilvik ólöglegra, ótilkynntra og eftirlitslausra veiða á sér stað. Suðurskautið: Esperanza lendir við Suðurskautslandi í upphafi árs 2020. Þar er viðkvæmt vistkerfi mörgæsa, risakolkrabba og hvala sem er í hættu vegna loftslagsbreytinga og iðnaðarveiða. FERÐALOK Upplýsingar til blaðamanna Leiðangur pólanna á milli Sjáið hér mkort af leið leiðangursins pólanna á milli. Skipið Esperanza er á vegum Greenpeace International. Fyrir neðan eru tengiliðir fyrir fjölmiðla vegna nánari upplýsingar um leiðangurinn, þ.m.t. fyrir fjölmiðla sem hafa áhuga á að koma um borð í skipið. Tengiliðir fyrir fjölmiðla: Daniel Bengtsson, Head of Communications for Greenpeace Nordic, [email protected], +46 70 300 95 10 Greenpeace International Press Desk: [email protected], +31 (0) 20 718 2470 (available 24 hours) Frida Bengtsson, senior oceans campaigner for Greenpeace Nordic. Myndir og myndbönd: Á meðfylgjandi slóð er mynda- og myndbandsefni sem er frjálst til notkunar: https://media.greenpeace.org/collection/27MZIFJWA83W0

Þessi síða notar vafrakökur. Nánari upplýsingar um persónuvernd hér.